Fjallskil 2019
| 30. ágúst 2019
Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2019 hefur verið staðfestur af sveitarstjórn og er nú opinber á heimasíðu Strandabyggðar undir: Stjórnsýsla - Skýrslur og samþykktir - Fjallskil. Hann hefur einnig verið sendur í pósti til hlutaðeigandi. Það hefur þó ein viðbót verið gerð við þann samning sem var sendur út, og hún er sú, að réttað er í Gröf sunnudaginn 15. september kl 10. Réttarstjóri er Rögnvaldur Gíslason. Að öðru leyti er seðillinn eins og sá sem var sendur og í raun er um sama form að ræða og undanfarin ár. Á seðlinum kemur fram að fjáreign dróst saman milli árana 2017 og 2018 eða úr 9.612 kindum í 9.443 kindur.
Fyrirhugað er að halda samráðsfund með bændum í vetur, líkt og gert var í febrúar á þessu ári, og ræða þar sauðfjárrækt og landbúnaðarmál. Nánar verður tilkynnt um þann fund síðar.
Í aðdraganda gerðar þessa fjallseðils var fundað með flestum leitarstjórum, rætt við bændur og farið sem ítarlegast í forsendur seðilsins. Helstu dagsetningar lágu fyrir um miðjan ágúst þó svo seðillinn hafi ekki verið staðfestur fyrr en nú. Hins vegar er hægt að gera betur og stefnum við að því að framvegis verði Fjallskilaseðill Strandabyggðar verði tilbúinn í júlí.
Allir þeir sem komu að gerð seðilsins fá bestu þakkir fyrir þolinmæði og skilning.
Fyrirhugað er að halda samráðsfund með bændum í vetur, líkt og gert var í febrúar á þessu ári, og ræða þar sauðfjárrækt og landbúnaðarmál. Nánar verður tilkynnt um þann fund síðar.
Í aðdraganda gerðar þessa fjallseðils var fundað með flestum leitarstjórum, rætt við bændur og farið sem ítarlegast í forsendur seðilsins. Helstu dagsetningar lágu fyrir um miðjan ágúst þó svo seðillinn hafi ekki verið staðfestur fyrr en nú. Hins vegar er hægt að gera betur og stefnum við að því að framvegis verði Fjallskilaseðill Strandabyggðar verði tilbúinn í júlí.
Allir þeir sem komu að gerð seðilsins fá bestu þakkir fyrir þolinmæði og skilning.