Fjallskil í Strandabyggð 2012
Fjallskilaseðill 2012 hefur verið samþykktur í sveitarstjórn Strandabyggðar og sendur út með landpóstinum. Hægt er að skoða seðilinn með því að smella hér, [ath. að þetta er ný og breytt útgáfa af seðlinum sem var samþykkt í sveitarstjórn 11. september, sjá frétt hér]. Áhugasamir geta nálgast seðilinn útprentaðan í móttöku Strandabyggðar.
Réttað verður sem hér segir:
Staðarrétt
Réttað verður í Staðarrétt sunnudaginn 16. september og laugardaginn 29. september og er miðað við að réttarstörf hefjist kl. 14:00. Réttarstjóri: Magnús Steingrímsson.
Skeljavíkurrétt
Réttað verður í Skeljavíkurrétt laugardaginn 15. september og laugardaginn 29. september og er miðað við að réttarstörf hefjist kl. 16:00. Réttarstjóri: Haraldur Jónsson.
Kirkjubólsrétt
Réttað verður í Kirkjubólsrétt sunnudaginn 16. september og laugardaginn 29. september og skal réttarfé vera komið til réttar kl. 14:00, er réttir hefjast. Réttarstjóri: Matthías Lýðsson.
Sveitarfélagið Strandabyggð sendir Strandamönnum góðar leitar- og réttarkveðjur og minnir á litríkan fatnað.