Fjölbreytt starf á skrifstofu Strandabyggðar
| 07. júlí 2011
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir 50% starf á skrifstofu sveitarfélagsins í líflegu umhverfi í Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi:
- Aðstoðarmaður sveitarstjóra
- Bréfaskriftir
- Bókhaldsstörf
- Innheimta
- Móttaka
- Skjalavarsla
- Önnur störf sem starfsmanni eru falin
Gerð er krafa um ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, dugnað, fagmennsku, tölvukunnáttu og hæfni til að meðhöndla trúnaðarupplýsingar. Vinnutími er frá kl. 10:00 - 14:00 alla virka daga.
Skriflegum umsóknum ásamt meðmælendum og ferilskrá má senda í pósti merkt Sveitarfélagið Strandabyggð, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Einnig er hægt að senda umsóknir í netfangið skrifstofa@strandabyggd.is merkt Umsókn um starf.
Umsóknarfrestur er til 29. júlí 2011. Óskað verður eftir að viðkomandi geti hafið störf hið fyrsta en sveigjanleiki er í boði varðandi það fyrir réttu manneskjuna. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi:
- Aðstoðarmaður sveitarstjóra
- Bréfaskriftir
- Bókhaldsstörf
- Innheimta
- Móttaka
- Skjalavarsla
- Önnur störf sem starfsmanni eru falin
Gerð er krafa um ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, dugnað, fagmennsku, tölvukunnáttu og hæfni til að meðhöndla trúnaðarupplýsingar. Vinnutími er frá kl. 10:00 - 14:00 alla virka daga.
Skriflegum umsóknum ásamt meðmælendum og ferilskrá má senda í pósti merkt Sveitarfélagið Strandabyggð, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Einnig er hægt að senda umsóknir í netfangið skrifstofa@strandabyggd.is merkt Umsókn um starf.
Umsóknarfrestur er til 29. júlí 2011. Óskað verður eftir að viðkomandi geti hafið störf hið fyrsta en sveigjanleiki er í boði varðandi það fyrir réttu manneskjuna. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.