Fjöldi gesta í vöffluveislu 1. apríl
| 02. apríl 2011
Fjöldi gesta lögðu leið sína í opið hús og vöffluveislu í Þróunarsetrinu 1. apríl þar sem starfsfólk setursins og sveitarstjórn Strandabyggðar tók á móti gestum og kynntu aðstöðu og starfsemi. Sveitarfélagið Strandabyggð flutti nýverið skrifstofur sínar af Hafnarbraut 19 í Þróunarsetrið að Höfðagötu 3 og er nú með öfluga starfsemi á miðhæðinni. Í Þróunarsetrinu eru einnig starfsstöðvar Þjóðfræðistofu, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Menningarráð Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Verkalýðsfélag Vestfjarða og Náttúrustofa Vestfjarða. Ef einhver hefur haldið að um 1. aprílgabb væri að ræða og hætt við að koma þess vegna, þá er alltaf heitt á könnunni í Þróunarsetrinu og allir velkomnir!