Fjölmennur fyrirlestur um netfíkn
| 25. október 2012
Fyrirlestur Eyjólfs Arnar Jónssonar sálfræðings um netfíkn sem fram fór í Félagsheimilinu í gær var afskaplega vel sóttur, en rétt tæplega 80 manns sóttu viðburðinn. Eyjólfur kom inn á mörg atriði sem hreyfðu duglega við gestum og tók dæmi sem án efa voru sjokkerandi fyrir marga, enda er netfíkn alvarlegt vandamál og mjög svo vaxandi í hinum vestræna heimi.
Eftir fyrirlesturinn gátu gestir lagt fram spurningar og við það sköpuðust miklar og gagnlegar umræður. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar stóð fyrir fyrirlestrinum. Styrktaraðilum og fyrirlesara er hér með þakkað innilega fyrir sitt framlag.
Eftir fyrirlesturinn gátu gestir lagt fram spurningar og við það sköpuðust miklar og gagnlegar umræður. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar stóð fyrir fyrirlestrinum. Styrktaraðilum og fyrirlesara er hér með þakkað innilega fyrir sitt framlag.