Flutningur farartækja á bílastæði á Skeiði
| 07. september 2020
Sæl öll,
Eins og sagt hefur verið frá, samþykkti sveitarstjórn að láta gera bílastæði á Skeiði þar sem hægt væri að geyma skráð og gangfær stærri ökutæki, svo sem fólksflutningabifreiðar, vörubíla og aðrar vinnuvélar.
Nú er komið að því að heyra í eigendum slíkra farartækja hvort þeir vlji nýta sér þetta tilboð sveitarstjórnar og væntum við svars sem fyrst, eða í síðasta lagi innan 14 daga, þannig að hægt sé að skipuleggja niðurröðun á stæðið út frá fjölda farartækja.
Notkun á stæðinu er gjaldfrjáls í 12 mánuði, en nauðsynlegt er að gera formlegt samkomulag við sveitarfélagið hvað þetta varðar. Starfsmenn áhaldahúss ganga frá slíku samkomulagi við eigendur.
Við vonumst til að eigendur farartækja sem uppfylla þessi skilyrði sjái sér hag í að nýta þessa þjónustu, því með þessu vinnum við saman að því að halda umhverfinu snyrtilegu og koma til móts við þarfir eigenda um bílastæði.
Allar frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 899-0020 eða starfsmenn áhaldahúss.
Með von um góða samvinnu,
Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar
Eins og sagt hefur verið frá, samþykkti sveitarstjórn að láta gera bílastæði á Skeiði þar sem hægt væri að geyma skráð og gangfær stærri ökutæki, svo sem fólksflutningabifreiðar, vörubíla og aðrar vinnuvélar.
Nú er komið að því að heyra í eigendum slíkra farartækja hvort þeir vlji nýta sér þetta tilboð sveitarstjórnar og væntum við svars sem fyrst, eða í síðasta lagi innan 14 daga, þannig að hægt sé að skipuleggja niðurröðun á stæðið út frá fjölda farartækja.
Notkun á stæðinu er gjaldfrjáls í 12 mánuði, en nauðsynlegt er að gera formlegt samkomulag við sveitarfélagið hvað þetta varðar. Starfsmenn áhaldahúss ganga frá slíku samkomulagi við eigendur.
Við vonumst til að eigendur farartækja sem uppfylla þessi skilyrði sjái sér hag í að nýta þessa þjónustu, því með þessu vinnum við saman að því að halda umhverfinu snyrtilegu og koma til móts við þarfir eigenda um bílastæði.
Allar frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 899-0020 eða starfsmenn áhaldahúss.
Með von um góða samvinnu,
Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar