Foreldrahittingar
| 22. október 2015
Foreldrahittingar eru á þriðjudögum kl. 14:00 að Hafnarbraut 19 í sama húsnæði og dreifnámið og ungmennahúsið er. Foreldrahittingar er vettvangur þar sem foreldrar í fæðingarorlofi eða aðrir foreldrar sem hafa tíma geta hist, spjallað um daginn og veginn og deilt reynslu. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi og María Játvarðsdóttir félagsmálastjóri halda utan um hittingana og munu koma inn með umræðuefni í vetur. Meðal þess sem verður rætt er brjóstagjöf, mótun nýrrar fjölskyldu og kröfur sem samfélagið og einstaklingar gera til foreldra. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir að mæta.