Foreldrar/forráðamenn: Áríðandi!
| 26. júlí 2012
Mikil makrílveiði hefur verið við Hólmavíkurhöfn undanfarna daga. Börn og fullorðnir hafa veitt umtalsverðan afla á hafskipabryggjunni í góða veðrinu. Foreldrar/forráðamenn eru eindregið hvattir til að hafa eftirlit með börnum sínum á bryggjunni þar sem mikil hætta getur skapast sé ekki hugað að öryggi þeirra. Börnin eru þar alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamanna sinna og brýnt að þau séu í fylgd með fullorðnum.