Fræðslukvöld um barnsmissi
| 25. október 2012
Fræðslukvöld um barnsmissi verður haldið í Hólmavíkurkirkju kl. 20:00 fimmtudaginn 1. nóvember. Viðburðurinn er ætlaður fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri flytur fræðsluerindi og síðan gefst færi á að spjalla, deila reynslu sinni eða fá svör við fyrirspurnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Styrktaraðilar fræðslukvöldsins eru Strandasýsludeild Rauða Krossins, Hólmavíkurkirkja, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Hildur Jakobína er stofnandi samtakanna Litlir englar, en samtökin eru ætluð þeim sem hafa misst börn sín í móðurkviði, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að fjölmenna á fræðslukvöldið.