Framboðsfundur í Ungmennahúsinu
| 20. maí 2014
Ungmennaráð Strandabyggðar hefur ákveðið að boða til framboðsfundar í nýopnuðu ungmennahúsi á efri hæð félagsheimilisins á Hólmavík. Ungmennahúsið er sérstaklega ætlað 16-25 ára og þessi framboðsfundur sömuleiðis. Ekki er nauðsynlegt að hafa kosningarétt enda dýrmætt að hafa áhuga á lýðræði og sínu nærumhverfi frá unga aldri.
Fundurinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 21. maí, klukkan 20:00. Á fundinn eru boðaðir fulltrúar listanna þriggja sem bjóða fram til sveitarstjórnar í Strandabyggð. Frambjóðendum er boðið að kynna sig og sín málefni og að því loknu verður opnað fyrir spurningar og umræður.
Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir ungt fólk að kynna sér málin og taka upplýsta ákvörðun sem og tækifæri fyrir frambjóðendur að kynnast áherslum unga fólksins í Strandabyggð og taka afstöðu til þeirra.
Vonandi sjáum við sem flesta frambjóðendur og ungt fólk í Ungmennahúsinu annað kvöld.
Fundurinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 21. maí, klukkan 20:00. Á fundinn eru boðaðir fulltrúar listanna þriggja sem bjóða fram til sveitarstjórnar í Strandabyggð. Frambjóðendum er boðið að kynna sig og sín málefni og að því loknu verður opnað fyrir spurningar og umræður.
Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir ungt fólk að kynna sér málin og taka upplýsta ákvörðun sem og tækifæri fyrir frambjóðendur að kynnast áherslum unga fólksins í Strandabyggð og taka afstöðu til þeirra.
Vonandi sjáum við sem flesta frambjóðendur og ungt fólk í Ungmennahúsinu annað kvöld.