A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Framhaldsdeild á Hólmavík

| 27. ágúst 2013

Þau merku tímamót urðu á Hólmavík í gær að fyrstu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í framhaldsskóladeild á Hólmavík hófu störf.

Nemendur stunda svokallað dreifnám sem fer þannig fram að þeir mæta í lotur á Sauðárkróki þrisvar sinnum á önn en stunda nám sitt þess á milli á Hólmavík, sitja þar kennslustundir og vinna samhliða félögum sínum á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga. Kennslan fer fram í gegnum tölvubúnað.

 

Að loknum fundi í dag lögðu nemendur kátir og glaðir af stað í fyrstu staðlotu á Sauðárkróki. Óhætt er að segja að þessir nemendur séu brautryðjendur í framhaldsskólanámi í heimabyggð á Ströndum.

 

Formleg opnun verður í september ogverður gestum þá boðið til móttöku sem verður nánar auglýst síðar.

 

Framhaldsskóladeildin er staðsett á þriðju hæð Þróunarsetursins, Höfðagötu 3 á Hólmavík og umsjónarmaður er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón