Frestur til að sækja um styrk
| 25. janúar 2021
Þann 1. febrúar næstkomandi rennur út frestur til að sækja um styrki til sveitarfélagsins. Hámarksupphæð er 100.000 krónur og er markmiðið með styrkjunum að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi.
Sé óskað eftir hærri stuðningi er bent á að hafa samband við sveitarfélagið og leitast við að gera styrktarsamning.
Árið 2021 er 500.000 krónum ráðstafað til styrkúthlutuna en umsóknarfrestir eru tveir, 1. febrúar og 1. september. Sveitarstjórn fer yfir umsóknir á fundum sínum í febrúar annars vegar og september hins vegar samkvæmt reglugerð.
Við hvetjum ykkur til að koma hugmyndum ykkar í orð og sækja eftir stuðningi til að þær geti orðið að veruleika. Enn fremur hvetjum við ykkur til að njóta liðsinnis starfsfólks sveitarfélagsins eða verkefnastjóra Sterkra Stranda eftir því sem við á.
Umsóknum má skila rafrænt á strandabyggd@strandabyggd.is eða útprentuðum á meðfylgjandi eyðublaði.
Sé óskað eftir hærri stuðningi er bent á að hafa samband við sveitarfélagið og leitast við að gera styrktarsamning.
Árið 2021 er 500.000 krónum ráðstafað til styrkúthlutuna en umsóknarfrestir eru tveir, 1. febrúar og 1. september. Sveitarstjórn fer yfir umsóknir á fundum sínum í febrúar annars vegar og september hins vegar samkvæmt reglugerð.
Við hvetjum ykkur til að koma hugmyndum ykkar í orð og sækja eftir stuðningi til að þær geti orðið að veruleika. Enn fremur hvetjum við ykkur til að njóta liðsinnis starfsfólks sveitarfélagsins eða verkefnastjóra Sterkra Stranda eftir því sem við á.
Umsóknum má skila rafrænt á strandabyggd@strandabyggd.is eða útprentuðum á meðfylgjandi eyðublaði.