Fréttir af framhaldsdeild - dreifnámi á Hólmavík
| 31. maí 2013
Í dag, föstudaginn 31. maí komu hingað á Hólmavík til fundar við sveitarstjórnarmenn þau Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV (Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra) og Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistari. Tilefni fundarins var væntanleg framhaldsdeild - dreifnám sem mun hefjast hér á Hólmavík í haust. Stilla þarf saman strengi og stíga niður í takt þar sem mikill undirbúningur er framundan og ljóst þarf að vera hver skal gera hvað. FNV hefur þegar keyrt sambærilegt verkefni á Hvammstanga síðastliðinn vetur og gekk það með miklum ágætum. Þau eru því mjög spennt að koma dreifnámi á Hólmavík á laggirnar og búum við að reynslu FNV og þeirra Hvammstangamanna og munum við njóta góðrar leiðsagnar frá þeim.
Þau Ingileif og Þorkell hittu jafnframt þá nemendur sem þegar hafa skráð sig til náms á komandi hausti en þau eru nú 5 talsins. Fyrsti hópurinn verður sannkallaður brautryðjendahópur. Verkefnin verða mörg og krefjandi, ekki bara námið heldur líka uppbygging þessa nýja samfélags og félagsstarfs framhaldsskólanema í Strandabyggð.
Enn hafa áhugasamir tækifæri til að skrá sig til náms á komandi vetri og vera þannig hluti af brautryðjendum framhaldsnáms í Strandabyggð. Enginn er of gamall eða of seinn til að hefja framhaldsnám - svo lengi lærir sem lifr.
Þau Ingileif og Þorkell hittu jafnframt þá nemendur sem þegar hafa skráð sig til náms á komandi hausti en þau eru nú 5 talsins. Fyrsti hópurinn verður sannkallaður brautryðjendahópur. Verkefnin verða mörg og krefjandi, ekki bara námið heldur líka uppbygging þessa nýja samfélags og félagsstarfs framhaldsskólanema í Strandabyggð.
Enn hafa áhugasamir tækifæri til að skrá sig til náms á komandi vetri og vera þannig hluti af brautryðjendum framhaldsnáms í Strandabyggð. Enginn er of gamall eða of seinn til að hefja framhaldsnám - svo lengi lærir sem lifr.