Fundur með ríkisstjórn Íslands
| 11. mars 2011
Ríkisstjórn Íslands mun halda fund á Ísafirði í næstu viku með sveitarstjórnarfólki úr öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Í frétt á heimasíðu RÚV kemur fram að ríkisstjórnin boði aðgerðir til uppbyggingar á Vestfjörðum, meðal annars í mennta- og velferðarmálum. Í viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra kemur fram að stjórnin vilji ræða ýmsar hugmyndir sem snerti mennta- og velferðarmál við Vestfirðinga. Aðgerðirnar svipi til þeirra sem ríkisstjórnin kynnti á Suðurnesjum í lok síðasta árs. Ekki sé um stór verkefni að ræða en margt smátt skipti máli. Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, mun kynna brýnustu áherslur og hagsmunamál Stranda og Reykhólahrepps fyrir ríkisstjórninni.