A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrirlestur um frumkvæði og sköpun

| 16. október 2013
Þorsteinn J. heldur fyrirlesturinn FRUMKVÆÐI OG SKÖPUN  í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 24. október 2013 kl.17.00-20.00. Fyrirlesturinn er haldinn að frumkvæði leikskólans Lækarbrekku og eru sem flestir hvattir til að nýta sér þetta tækifæri.    

Í þessum fyrirlestri ræðir Þorsteinn J. Vilhjálmsson um frumkvæði. Hann leggur út frá spurningunum:

Hvað get ég gert betur í mínum aðstæðum eins og þær eru?
Hverju get ég breytt, hvað get ég lagt að mörkum?

 

,,Frumkvæði er ekki bara eitthvert orð. Það er farsæl leið til að blómstra í starfi og hafa skapandi áhrif á umhverfi sitt, hverjar sem aðstæðurnar eru.'' segir Þorsteinn.

 

Þorsteinn er fæddur í Reykjavík í mars 1964 og hefur starfað í fjölmiðlum, útvarpi og sjónvarpi um áratugaskeið.

Þorsteinn hefur jafnframt haldið fjölda fyrirlestra um Frumkvæði og Skapandi hugsun síðan 2003.

Öll velkomin!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón