Fyrirlestur um netfíkn á Hólmavík
| 02. október 2012
Þann 24. október nk. heldur sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson fyrirlestur um netfíkn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Eyjólfur er einn af aðstandendum vefsins persona.is, nam sálfræði við Háskólann í Árósum og er sérfróður um netfíkn. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar stendur fyrir viðburðinum ásamt góðum styrktaraðilum sem verða kynntir síðar. Ljóst er að fyrirlesturinn er um afar mikilvægt málefni sem snertir fjölmarga einstaklinga og hópa nútímasamfélags. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn, börn og fullorðnir. Enginn aðgangseyrir er að viðburðinum.
Á síðustu árum hefur athygli fólks í sífellt auknum mæli beinst að ofnotkun fólks á netinu. Rannsóknir benda til að á bilinu 6 til 24% netnotenda ánetjist notkun sinni og eru Íslendingar þar alls ekki undanskildir. Í erindinu fjallar Eyjólfur um hættur netsins, hverjir séu í hættu með að „ánetjast" notkun sinni, hver einkenni ofnotkunar eru, hvað slík notkun getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk getur gert til að fyrirbyggja vandann þegar hægt er og takast á við hann þegar svo ber undir.
Á síðustu árum hefur athygli fólks í sífellt auknum mæli beinst að ofnotkun fólks á netinu. Rannsóknir benda til að á bilinu 6 til 24% netnotenda ánetjist notkun sinni og eru Íslendingar þar alls ekki undanskildir. Í erindinu fjallar Eyjólfur um hættur netsins, hverjir séu í hættu með að „ánetjast" notkun sinni, hver einkenni ofnotkunar eru, hvað slík notkun getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk getur gert til að fyrirbyggja vandann þegar hægt er og takast á við hann þegar svo ber undir.