Galdrasýningin fékk styrk úr Barnamenningarsjóði
| 26. maí 2020
Á degi barnsins var úthlutað í annað sinn úr Barnamenningarsjóði sem er átaksverkefni að efla barnamenningu á Íslandi og var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. Galdrasýningin fékk styrk að upphæð 1,3 milljón í Galdraskólann: viltu kynnast göldrunum innra með þér? Þetta er samstarfsverkefnið við grunnskólana á Hólmavík, Drangsnesi og Reykhólum auk fræði- og listamanna. Þetta er í annað sinn sem Galdrasýningin fær úthlutun úr sjóðnum en í fyrra var sýningunni úthlutað styrkur í verkefnið Galdrar og þjóðtrú á Ströndum, sem var átaksverkefni í að fræða grunnskólabörn í Strandasýslu um þennan merka menningararf okkar. https://www.rannis.is/frettir/barnamenningarsjodur-islands-uthlutun-2020