Gáma- og geymslusvæði og stöðuleyfi
Salbjörg Engilbertsdóttir | 26. maí 2021
Sæl öll
Strandabyggð er að vinna þessa dagana í skipulagi og skráningum á gáma- og geymslusvæði og í sumar verða svæðin og gámarnir merkt betur. Allir eigendur og leigutakar fengu bréf og samning í mars og viljum við biðja eigendur gáma og leigendur reita á geymslusvæði að skila til okkar samningi fyrir 10. júní á skrifstofu Strandabyggðar.
Reglur um gáma- og geymslusvæði
Við viljum ennfremur minna fólk á að skila inn umsóknum um stöðuleyfi fyrir muni sem geymdir eru utan þessara skipulögðu svæða, til byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Sækja þarf um stöðuleyfi árlega, sjá frétt um stöðuleyfi frá janúar
Reglur um gáma- og geymslusvæði
Við viljum ennfremur minna fólk á að skila inn umsóknum um stöðuleyfi fyrir muni sem geymdir eru utan þessara skipulögðu svæða, til byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Sækja þarf um stöðuleyfi árlega, sjá frétt um stöðuleyfi frá janúar