A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gestir í Skelinni lesa upp úr gömlum og nýjum bókum

| 08. desember 2010
Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir doktorsnemar í bókmenntafræði er nú gestir í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu við Hafnarbraut 7. Þau munu lesa úr verkum sínum föstudagskvöldið 10. desember, kl. 20:00 í Skelinni, Hólmakaffi. Gunnar Theodór hefur gefið út tvær bækur, annars vegar barnabókina Steindýrin sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008, og hins vegar hugleiðingarritið Köttum til varnar, sem kom út nú í nóvember hjá JPV. Yrsa Þöll gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Tregðulögmálið, sem fjallar um háskólastúlkuna Úlfhildi sem er að vakna til vitundar um heiminn í kringum sig. Tregðulögmálið hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda. 

Gunnar Theodór mun einnig lesa upp úr barnabók sinni Steindýrin á Héraðsbókasafninu á Hólmavík, föstudaginn 10. desember kl. 10:30.

Allir íbúar og gestir á Ströndum eru velkomnir á báða viðburðina.



Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón