Gleðileg Jól!
Þorgeir Pálsson | 24. desember 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Á þessu fallega Þorláksmessukvöldi, sendi ég ykkur Jókveðju sveitarstjórnar Strandabyggðar. Vonandi hafa allir fengið skötu við sitt hæfi, með kartöflum, hnoðmör og/eða hamsatólg, rúgbrauði og dágóðum skammti af smjöri. Nú eða bara eitthvað annað, ef skatan er ekki efst á óskalistanum.
Það er virkilega gaman að sjá hversu duglegir íbúar hafa verið að skreyta fyrir þessi jól, með jólaljósum á húsum, trjám, bílum og víðar. Það er virkilega jólalegt að keyra um þorpið. Vel gert!
Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar ykkur öllum og fjölskyldum ykkar nær og fjær, Gleðilegrar Hátíðar!
Kær kveðja.
Þorgeir Pálsson
Oddviti
Á þessu fallega Þorláksmessukvöldi, sendi ég ykkur Jókveðju sveitarstjórnar Strandabyggðar. Vonandi hafa allir fengið skötu við sitt hæfi, með kartöflum, hnoðmör og/eða hamsatólg, rúgbrauði og dágóðum skammti af smjöri. Nú eða bara eitthvað annað, ef skatan er ekki efst á óskalistanum.
Það er virkilega gaman að sjá hversu duglegir íbúar hafa verið að skreyta fyrir þessi jól, með jólaljósum á húsum, trjám, bílum og víðar. Það er virkilega jólalegt að keyra um þorpið. Vel gert!
Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar ykkur öllum og fjölskyldum ykkar nær og fjær, Gleðilegrar Hátíðar!
Kær kveðja.
Þorgeir Pálsson
Oddviti