A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gleðilega páska!

| 31. mars 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það eru páskar.  Framundan er góður matur, páskaegg, samverustundir með fjölskyldu og vinum (10 samtals, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum) og afslöppun.  Veðrið er síðan eins og það er og ekkert sem við getum gert í því.  Njótum þess bara að vera til og förum varlega.

Þessa dagana er verið að vinna í undirbúningi ársreiknings og uppgjörs á árinu 2020 sem margir vilja nú bara gleyma.  En það er þarna enn í bókhaldinu og eins og staðan er núna, lítur út fyrir að þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarfélagið lagði upp með á síðasta ári, hafi skilað sér betur en við gerðum ráð fyrir auk þess sem tekjur urðu ívið meiri en spár sýndu.  Tapið á árinu 2020 verður því líklega talsvert minna en fyrstu spár gerðu ráð fyrir, þó ekki sé hægt að fastsetja þá tölu núna. 

Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir okkur og sýna að innan sveitarfélagsins er geta til að takast á við erfiðar áskoranir eins og að skera niður og hægræða í rekstri.  Allir sem hafa lagt sitt að mörkum fá hrós fyrir. 

Þó enn sé samt langt i land líkt og fram hefur komið í sambandi við nýgerðan samning við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þá er full ástæða til að fagna þegar vel gengur og með þessar fréttir höldum við inn í páskana, full bjartsýni og stórhug! 

Gleðilega páska!

Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón