A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gleðilegan þjóðhátíðardag (vatnslaust um morguninn)!

| 17. júní 2010

Strandabyggð vill óska lesendum síðunnar gleðilegs þjóðhátíðardags. Nóg er um að vera í sveitarfélaginu á þessum merkisdegi. Ungmennafélagið Geislinn stendur fyrir hátíðardagskrá á Hólmavík og hefst fjörið með blöðrusölu og andlitsmálun í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 12:00. Skrúðganga fer af stað frá Félagsheimilinu kl. 14:00 og liggur leiðin að Klifstúni (neðan við kirkjuna) þar sem fjallkonan treður upp og farið verður í leiki.

Af öðrum viðburðum í Strandabyggð á 17. júní má nefna að golfmót verður haldið á Skeljavíkurvelli og opið hús verður í golfskálanum. Á Sauðfjársetrinu verður þjóðhátíðarkaffi um daginn og spurningakeppni undir nafninu Kaffi Kviss um kvöldið. Strandakúnst opnar nýja sölubúð í Þróunarsetrinu og verður opið frá 14-17 í sumar. Að sjálfsögðu er einnig opið hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum og fleira hægt að gera sér til gamans.

Rétt er að koma því einnig að hér að vatnslaust verður í rauða og appelsínugula hverfinu á Hólmavík að morgni 17. júní, frá kl. 9:00. Vonast er til að viðgerð á vatnsveitunni taki ekki meira en hálftíma.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón