Hamingjan sanna - Ásdís Olsen
| 01. júlí 2011
Ásdís Olsen leiddi gesti ljúflega inn í núvitund fyrir utan Félagsheimilið á Hólmavík í gær. Veðurblíða var með eindæmum og götugrill í hverfum Hólmavíkur settu svip á bæinn. Ásdís Olsen leggur áherslu á jákvæða sálfræði og mikilvægi þess að við séum meðvituð um að staldra við í áreiti hversdagsins og upplifa líðandi stundu. Ásdís Olsen verður með opna vinnustofu í Félagsheimilinu á Hólmavík á morgun, laugardaginn 2. júlí milli kl. 10:00 - 12:00. Þar mun hún segja gestum frá fjölmörgum leiðum sem hjálpa okkur að finna og höndla hamingjuna. Ekki missa af þessu! Aðgangur er ókeypis.