A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Heilsuátak á næstu grösum

| 21. ágúst 2012
Hraustir krakkar á Ströndum - ljósm. ASJ
Hraustir krakkar á Ströndum - ljósm. ASJ
Það er alltaf nóg um að vera í Strandabyggð - og nú líður að heilsueflingu! Í komandi septembermánuði mun sveitarfélagið Strandabyggð standa fyrir alhliða heilsueflingu þar sem boðið verður upp ýmsar leiðir til að bæta eigin heilsu og líðan. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars verður boðið upp á sundleikfimi, krakkaíþróttir, þrekæfingar, göngu og hlaupahópa. Þjálfarar mæta í þreksal og veita fólki aðstoð við æfingar.

Dagskrá átaksins verður auglýst hér á vefnum þegar nær dregur og hver atburður kynntur vel og rækilega áður en hann hefst. Mörg fyrirtæki á Hólmavík hafa ákveðið að taka þátt með ýmsum leiðum sem verða auglýstar í september.

Íbúar Strandabyggðar eru hvattir til að taka þátt og njóta - fylgist með hér á vefnum!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón