Heimahagarnir og hamingjan - fundur með ungu fólki
| 28. október 2016
Hvað: Heimahagarnir og hamingjan - fundur með ungu fólki
Hvenær: 17. nóvember kl. 16:30 - 19:00
Hvar: Alta, Ármúla 32, 108 Reykjvík
Skráning: matthildur@alta.is
Svæðisskipulagsnefnd fyrir landsvæði Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar býður ungu fólki frá sveitarfélögunum, sem býr í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða er statt á þeim slóðum nú í nóvember, að eiga stund með skipulagsráðgjöfum hjá Alta, til að ræða framtíðarþróun svæðisins. Ungmenni frá svæðinu sem annað hvort búa þar eða annarsstaðar á landinu eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin líka.
Stundinni verður varið þannig:
- Kynning á spennandi vinnu sem nú er í gangi við að móta sameiginlega stefnu sveitarfélaganna þriggja en hún miðar að því að efla byggð.
- Umræður um sérkenni og tækifæri svæðisins og hugmyndir um framtíðarþróun þess. Ráðgjafar frá Alta stýra umræðunum stig af stigi.
- Samantekt helstu skilaboða til svæðisskipulagsnefndar.
Boðið verður upp á hressingu.
Auglýsing í PDF