Heimsókn frá Hole
| 19. nóvember 2012
Nú nálgast aðventan og þá fara flestir að huga að jólagjöfum. Strandabyggð fær eins og oft áður góða gjöf frá vinum okkar í vinabæjarsveitarfélaginu Hole í Noregi, en þaðan koma þrír hressir gestir færandi hendi með fallegt jólatré sem verður sett upp á Hólmavík. Norðmennirnir verða á ferðinni dagana 9.-11. desember. Hér með er óskað eftir sjálfboðaliðum sem eru til í að taka þátt í móttökunni, t.d. með því að bjóða gistingu, bjóða í mat, skoðunarferðir eða aðra afþreyingu. Fólkið mun gista tvær nætur og vilja helst gista saman á heimili. Áhugasamir mega hafa samband í s. 865-3838 eða 451-3510 eða í netfangið salbjorg@holmavik.is.