Hnyðja formlega opnuð næsta föstudag
| 02. maí 2012
Neðsta hæð Þróunarsetursins, sem hlotið hefur nafnið Hnyðja, verður opnuð með formlegum hætti föstudaginn 4. maí kl. 15:00-17:00. Strandamenn nær og fjær eru hvattir til að kíkja í heimsókn, skoða aðstöðuna, fá sér vöfflu og kaffi, njóta tónlistarflutnings og áhugaverðra listsýninga sem afhjúpaðar verða á opnuninni. Nemendur úr Grunn- og Tónskólanum auk skólahóps í leikskólanum Lækjarbrekku munu taka forskot á sæluna að morgni föstudags, en þá fer fram hressileg móttaka með unga fólkið í öndvegi.
Ljósmyndasýning hins danska Brians Berg, Víf og viður, verður opnuð í Hnyðju á föstudeginum. Á henni gefur að líta fjölmargar frábærar ljósmyndir af myndarkonum á Ströndum. Þá opnar einnig sýningin Fyrirmyndir eftir Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur og stuttmyndin Water is dress eftir hina frönsku Clementine Delbeq verður frumsýnd, en hún var m.a. tekin upp í Bragganum með aðstoð fjölmargra Strandamanna.
Hnyðja er móttaka sveitarfélagsins Strandabyggðar, fundaraðstaða og fræðsluaðstaða auk þess sem hún er frábært sýningar- og viðburðarými. Þá er fyrirhugað að framhaldsdeild á Hólmavík geti hafið starfsemi sína í rýminu haustið 2013. Þróunarsetrið á Hólmavík og Fræðslumiðstöð Vestfjarða koma að enduruppbyggingu Hnyðju með sveitarfélaginu Strandabyggð, auk þess sem sótt er um styrki í verkefnið.
Ljósmyndasýning hins danska Brians Berg, Víf og viður, verður opnuð í Hnyðju á föstudeginum. Á henni gefur að líta fjölmargar frábærar ljósmyndir af myndarkonum á Ströndum. Þá opnar einnig sýningin Fyrirmyndir eftir Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur og stuttmyndin Water is dress eftir hina frönsku Clementine Delbeq verður frumsýnd, en hún var m.a. tekin upp í Bragganum með aðstoð fjölmargra Strandamanna.
Hnyðja er móttaka sveitarfélagsins Strandabyggðar, fundaraðstaða og fræðsluaðstaða auk þess sem hún er frábært sýningar- og viðburðarými. Þá er fyrirhugað að framhaldsdeild á Hólmavík geti hafið starfsemi sína í rýminu haustið 2013. Þróunarsetrið á Hólmavík og Fræðslumiðstöð Vestfjarða koma að enduruppbyggingu Hnyðju með sveitarfélaginu Strandabyggð, auk þess sem sótt er um styrki í verkefnið.