Hörmungadagar 25.-27. febrúar - dagskráin
| 22. febrúar 2022
Hátíðin Hörmungadagar verður haldin á Hólmavík og í nágrenni dagana 25.-27. febrúar. Það verður ýmislegt til ógleði á þessum dögum, til dæmis verður pöbbarölt á föstudeginum til að drekkja sorgum sínum, open mic þar sem fólk getur lesið upp úr vandræðalegum unglingsdagbókum sínum, sorgarsöngvar, hörmungarbarsvar, svo ætlar fólk að spila “Hörmung hendir” (shit happens) og fýlupokaþraut er meðal þess sem er í boði.
Á Hörmungadögum skoðum við og ræðum margt hræðilegt, hryllilegt og hörmulegt. Eftir helgina kunnum við svo betur að meta allt hið fallega og skemmtilega í tilverunni. Hátíðin er haldin af Arnkötlu – lista- og menningarfélagi, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, sem við þökkum kærlega fyrir. Frítt er á alla viðburði.
SPORT og LEIKIR og ÚTIVIST
Sundlaugin á Hólmavík er lokuð vegna skorts á rafmagni, í tilefni af Hörmungadögum, en heitu pottarnir, ræktin og salurinn opin 9-16 á föstudag og 14-18 laugardag og sunnudag.
Mælt er sérstaklega með útivist, snjókarlagerð með miklum matarlit, gistingu í snjóhúsum og gönguferðum í frosti og hálku um Kálfanesborgir og upp á Sjónvarpshæð (þar sem vondir konfektmolar bíða eftir göngufólki). Allar gönguferðir fara gestir á eigin ábyrgð.
Augnablikið – Ljósmyndaklúbbur Arnkötlu stendur fyrir skemmtilegum ljósmyndaleik um helgina. Öll sem taka þátt eru “Áhrifavaldur heila helgi” og ef að líkum lætur mun fjölmiðlar landsins birta í framhaldinu æsispennandi frétt um hver var hvar á Hörmungadögum! Myndunum má t.d. deila á facebook Augnabliksins með myllumerkjunum #áhrifavaldureinahelgi #hörmung22
VEITINGAR og OPNUNARTÍMAR
# Café Riis - opið 12-01 á föstudag, 17-01 á laugardag og 14-23 á sunnudag - Hörmulegasta pizzan, lambaskanki, svart pasta og frönsk súkkulaðikaka.
# Kaffi Galdur - eldhúsið er opið 12-20 á föstudegi, 13-20 á laugardegi og 13-18 á sunnudegi. Sérvalinn hörmungamatseðill, m.a. kaldrifjuð grísarif og nautasteik nábrókarinnar.
# Steinhúsið - opið 13-18 föstudag-sunnudag - Kaffi, kleinur og bollur.
# Gistihús Hólmavíkur - opið um helgina.
# Kaffi Kind í Sævangi er opin 14-17 á sunnudag - bolluhlaðborð fyrir alla fjölskylduna!
# Grillið í Krambúðinni er opið föstudag og sunnudag
DAGSKRÁIN MIKLA
FÖSTUDAGUR
14:00 Ljósmyndaleik Augnabliksins ýtt úr vör #áhrifavaldureinahelgi #hörmung22
18:00 Setning hátíðarinnar í Hnyðju. Fordrykkur og hörmuleg ljóðastund. Hörmungalagið 2022 frumflutt. Mínútuþögn á eftir.
18:15 Hryllingssögur af örnum og ógurlegum uppátækjum þeirra í Hnyðju. Guðlaug G.I. Bergsveinsdóttir segir frá. Sýningin Örninn flýgur fugla hæst.
20:00 Uppistand með Andra Ívars, góðkunningja Strandamanna, á Café Riis
20:30 Pöbbarölt um Hólmavík. Opið á öllum börum bæjarins við Hafnarbraut og Höfðagötu – Café Riis, Kaffi Galdri, Gistihúsi Hólmavíkur og Steinhúsinu. Nú er um að gera að fara á almennilegt pöbbarölt, skoða barina og bæjarlífið, hitta fólk að nýju eftir tveggja ára hlé og drekkja sorgum sínum. Til skemmtunar á pöbbaröltinu er m.a.:
• kl. 21 - Kæra dagbók á Kaffi Galdri (open mic fyrir fólk sem vill mæta með dagbækur frá æsku- og unglingsárunum og lesa upp vandræðalegar færslur. Eiríkur Valdimars stjórnar!)
• kl. 21:30 - Hörmung hendir (Shit happens) í Steinhúsinu. Stórskemmtilegt partý spil þar sem viðburðum og atvikum raðað eftir hörmuleika þeirra.
• kl. 22 - Skúli Gauta mætir með gítarinn á Gistihús Hólmavíkur og tekur lagið!
• Svavar Knútur verður á pöbbarölti seint og síðar meir um kvöldið og flytur nokkra sérvalda sorgarsöngva
• kl. 21 - Kæra dagbók á Kaffi Galdri (open mic fyrir fólk sem vill mæta með dagbækur frá æsku- og unglingsárunum og lesa upp vandræðalegar færslur. Eiríkur Valdimars stjórnar!)
• kl. 21:30 - Hörmung hendir (Shit happens) í Steinhúsinu. Stórskemmtilegt partý spil þar sem viðburðum og atvikum raðað eftir hörmuleika þeirra.
• kl. 22 - Skúli Gauta mætir með gítarinn á Gistihús Hólmavíkur og tekur lagið!
• Svavar Knútur verður á pöbbarölti seint og síðar meir um kvöldið og flytur nokkra sérvalda sorgarsöngva
LAUGARDAGUR
11:00 Ljósmyndaleikur Augnabliksins er í gangi alla helgina! #áhrifavaldureinahelgi #hörmung22
13:00-14:00 Vernd gegn hörmungum í Sýslinu verkstöð / Fab Lab Strandir
Komdu við og kræktu í stein með öflugu verndartákni til að verjast hörmungum helgarinnar. Ekki veitir af! Kyngimagnaðir steinar úr Steingrímsfirði, merktir með laserskera á staðnum og gestir fá að fylgjast með.
Komdu við og kræktu í stein með öflugu verndartákni til að verjast hörmungum helgarinnar. Ekki veitir af! Kyngimagnaðir steinar úr Steingrímsfirði, merktir með laserskera á staðnum og gestir fá að fylgjast með.
14:00 Fýlupokaþraut á Galdrasýningunni. Skemmtileg getraun fyrir unga jafnt sem aldna.
16:00 Svavar Knútur býður öllum gítarglömrurum og úkúleleleikurum í handleiðslu og tilsagnarvinnustofu í Hnyðju.
17:30 Samsöngur og spilagleði. Hópurinn leikur af fingrum fram undir stjórn Svavars Knúts undir samsöng fyrir öll sem áhuga hafa í Hnyðju.
19:00 Skrímslagönguferð á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Leikfélag Hólmavíkur fara í gönguferð í myrkrinu og segja sögur af draugum, skrímslum og skelfilegum atburðum – Kakó og vöfflur í Sævangi eftir göngu.
21:00 HörmungaBarSvar á Kaffi Galdri. Öll velkomin.
SUNNUDAGUR
12:00 Gönguferð í vonda veðrinu. Gengið af göflunum um gamla bæinn á Hólmavík. Hópganga frá Hnyðju.
14:00 Pop-up kjötmarkaður frá Húsavíkurbúinu á Sauðfjársetrinu í Sævangi (meðan á bolluhlaðborði stendur 14-17).
16:00 Dularfull fortíð bollu-, sprengi- og öskudagsins, fróðleikur frá Þjóðfræðistofu á bolluhlaðborði á Sauðfjársetrinu í Sævangi.
18:00 Spilið Springandi kettlingar (Exploding Kitties) spilað í Hnyðju. Öll sem vettlingi geta valdið eru velkomin, til að vera með í þessu áhugaverða og auðlærða spili.
Ókeypis er inn á alla viðburði á Hörmungadögum, enda er Strandafólk yfirleitt staurblankt á þessum árstíma, en matur og slíkt kostar auðvitað! Sóttvarnarreglum vegna hinnar hörmulegu veiru verður auðvitað fylgt.
Nefndin