Hrein fegurð
| 27. júní 2011
Umhverfisvikunum sem nú standa yfir er tekið fagnandi af Strandamönnum. Íbúar tóku heldur betur til hendinni á umhverfisdegi á Hólmavík sem haldinn var um helgina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og Hólmavíkurkirkja lét ekki sitt eftir liggja því í dag komu sjálfboðaliðar og hreinsuðu stéttar og umhverfi í kringum kirkjuna. Sorpsamlag Strandasýslu mun vera með aukagáma fyrir timbur og járnarusl í Gula hverfinu á eftirtöldum stöðum í sumar:
- Bitrufjörður dagana 27. júní - 1. júlí 2011
- Kollafjörður dagana 4. - 8. júlí 2011
- Tungusveit dagana 11. - 15. júlí 2011
- Ísafjarðardjúp dagana 18. - 22. júlí 2011
Eru allir íbúar hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu.
- Bitrufjörður dagana 27. júní - 1. júlí 2011
- Kollafjörður dagana 4. - 8. júlí 2011
- Tungusveit dagana 11. - 15. júlí 2011
- Ísafjarðardjúp dagana 18. - 22. júlí 2011
Eru allir íbúar hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu.