Hreinsunarátak á Skeiðinu
| 28. janúar 2019
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Eins og þið vitið, er umhverfisátak í Strandabyggð eitt af megin áhersluatriðum þessarar sveitarstjórnar. Umhverfisátakið hófst í raun fyrir Jól, með því að grjót var fjarlægt af Borgabrautinni. Nú ætlum við að ýta af stað undirbúningi fyrir tiltekt á Skeiðinu. Það er stórt verkefni sem mun taka okkur talsverðan tíma. Við byrjum hins vegar á því að kalla saman alla rekstraraðila á Skeiðinu á næstu dögum og hefja undibúning framkvæmda. Þetta verður auglýst nánar fljótlega.
Við ætlum okkur að gera Strandabyggð fallegra og vistvænna samfélag og til þess þurfum við stuðning og samtakamátt allra.