Hrekkjavík
| 25. október 2021
Hrekkjavík er haldin í tilefni af Allraheilagrarmessu um komandi helgi. Félagsmiðstöðin Ozon hefur veg og vanda að hátíðinni og býður öllum íbúum í draugahús og á búningaball á föstudag þar sem aðgangseyrir er litlar 500 kr.
Á laugardag kl 19 verða öll götuljós bæjarins slökkt og fólk hvatt til að fara í draugalega gönguferð. Vonast er til að sem flestir skreyti húsin sín með hryllilegum hætti og að víða finnist eitthvað sem geti hrætt gesti og gangandi. Þeir sem skreyta húsin sín bjóða þó hættunni heim því það gæti þýtt að börn eða óvættir berji á dyr og óski eftir því að fá góðgæti.
Loks er vert að minna á yfirstandandi listaverkekeppni sem frístundin í grunnskólanum stendur fyrir.
Munið eftir #hrekkjavík
Á laugardag kl 19 verða öll götuljós bæjarins slökkt og fólk hvatt til að fara í draugalega gönguferð. Vonast er til að sem flestir skreyti húsin sín með hryllilegum hætti og að víða finnist eitthvað sem geti hrætt gesti og gangandi. Þeir sem skreyta húsin sín bjóða þó hættunni heim því það gæti þýtt að börn eða óvættir berji á dyr og óski eftir því að fá góðgæti.
Loks er vert að minna á yfirstandandi listaverkekeppni sem frístundin í grunnskólanum stendur fyrir.
Munið eftir #hrekkjavík