Hreyfivika 2016 í Strandabyggð
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljón fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
Hreyfivika UMFÍ snýst öðru fremur um það að kynna kostina sem felast í virkri hreyfingu og íþróttum. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.
Hvað er í boði í sveitarfélaginu okkar?
Sundkeppni: Sundkeppni á milli sveitarfélaga er einn liður Hreyfiviku. Árið 2015 tóku 28 sveitarfélög virkan þátt í keppninni og syntu 4.300 einstaklingar samanlagt 4.900 kílómetra sem er álíka langt og frá Íslandi til New York! Allir sem mæta í sundlaug Hólmavíkur og synda meira en 500 m fá frítt í sund.
Hjólum: Íbúar Strandabyggðar er hvatt til að hvíla bílinn í hreyfiviku og hjóla í vinnu eða skóla. Hægt er líka að ganga eða hlaupa, hvað sem hentar þér.
Zumbasunnudagur: Við þjófstörtum Hreyfivikunni með Zumbasunnudegi! Sunnudaginn 22. maí verður í boði Zuma í Íþróttamiðstöðinni okkar. Zumba í sal íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur kl. 13:00. Aquazumba í sundlaug Hólmavíkur kl. 14:15.
Verð: 1.250 kr stakur tími og 2.000 kr báðir tímar.
Flosaból: Frítt verður í Flosaból frá mánudeginum 23. maí til fimmtudagsins 26. maí frá kl. 18:00 til kl. 21:00.
Fjölskyldubrennó: Leikum okkur saman. Miðvikudaginn 25. maí kl. 17:00 verður farið í brennó á skólalóð grunnskólans á Hólmavík.
Finndu hreyfingu sem hentar þér og leyfðu okkur að fylgjast með #minhreyfing