Hvernig svafstu?
| 18. apríl 2018
Fræðslufundur um svefn verður haldinn í Hnyðju á Hólmavík mánudaginn 30. apríl kl. 17:00. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstakri áherslu á svefn meðal barna og unglinga.
Fyrirlesari er Dr. Erla Björnsdóttir. Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð svefnvanda og gaf nýlega út bókina Svefn. Erla vinnur við rannsóknir á svefni við Háskóla Íslands og rekur Sálfræðiráðgjöfina þar sem hún aðstoðar fólk sem glímir við svefnvanda. Fyrirlesturinn er í boði Félagsþjónustunnar.