A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur á Hólmavík!

Þorgeir Pálsson | 14. júní 2023
Er Kvíslatunguvirkjun mikilvæg fyrir Strandabyggð?

Þessari spurningu og mörgum öðrum, verður svarað á íbúafundi í Félagsheimilinu kl 18 í dag.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt að kynna skipulagslýsingu og hefja skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Selárdal.  Um er að ræða Kvíslatunguvirkjun, sem Orkubú Vestfjarðar stendur að.

Þar verður farið yfir:

1. Forsendur og markmið Kvíslatunguvirkjunar. Sölvi R. Sólbergsson, Orkubú Vestfjarða
2. Matsáætlun, skipulag og rannsóknir. Sigmar Arnar Steingrímsson, Verkís

    1. Yfirlit yfir Kvíslatunguvirkjun og helstu kennistærðir
    2. Matsáætlun vegna Kvíslatunguvirkjunar, sem nú er til kynningar.
    3. Breyting á aðalskipulagi Strandabyggðar og nýtt deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar.
    4. Fyrirhugaðar rannsóknir sumarið 2023.
Fjölmennum og kynnum okkur málið.  NB:  Allir velkomnir, íbúar jafnt sem aðrir.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón