Íbúafundur um Kvíslatunguvirkjun
Þorgeir Pálsson | 07. júní 2023
Íbúafundur í félagsheimilinu á Hólmavík kl. 18.00, 14. júní 2023.
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt að kynna skipulagslýsingu og hefja skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Selárdal. Um er að ræða Kvíslatunguvirkjun, sem Orkubú Vestfjarðar stendur að.
Við boðum til íbúafundar til að ræða þessa framkvæmd, áhrif hennar og ávinning fyrir Strandabyggð og svara spurningum íbúa.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi
1. Forsendur og markmið Kvíslatunguvirkjunar. Sölvi R. Sólbergsson, Orkubú Vestfjarða
2. Matsáætlun, skipulag og rannsóknir. Sigmar Arnar Steingrímsson, Verkís
- Yfirlit yfir Kvíslatunguvirkjun og helstu kennistærðir
- Matsáætlun vegna Kvíslatunguvirkjunar, sem nú er til kynningar.
- Breyting á aðalskipulagi Strandabyggðar og nýtt deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar.
- Fyrirhugaðar rannsóknir sumarið 2023
Fundarstjóri er Þorgeir Pálsson, oddviti Strandabyggðar.
Matsáætlun liggur frammi á vef skipulagsstofnunar:
https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/nr/3683
Vonandi sjáum við sem flesta íbúa, því þetta er mikilvægt málefni fyrir Strandabyggð.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti