Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar
Heiðrún Harðardóttir | 26. september 2024
Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum framkvæmdaaðila (Orkubú Vestfjarða) í félagsheimilinu þann 3. október frá 17-19.
Fjallað verður um niðurstöður umhverfismats Kvíslatunguvirkjunar sem er 9,9 MW vatnsaflsvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði með stöðvarhúsi í Selárdal. Jafnframt verða kynnt drög að deiliskipulagstillögu virkjunarsvæðisins.
Málsgögn má nálgast í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar:
- Umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar https://skipulagsgatt.is/issues/2023/137
- Tillaga að deiliskipulagi Kvíslatunguvirkjunar https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1134
- Kynningarvefur umhverfismats https://arcgis.stofa.is/portal/apps/storymaps/stories/c65ab8652f444b25993ebdbeeadaea8d
Boðið verður upp á kaffiveitingar.