Íbúafundur vegna framhaldsdeildar
| 13. febrúar 2013
Kynningarfundur um framhaldsdeild í Strandabyggð verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 18:00 fimmtudaginn 21. febrúar nk. Fundurinn er opin öllum íbúum Strandabyggðar og íbúar úr nágrannasveitarfélögum eru einnig hjartanlega velkomnir. Á fundinum mun Þorkell Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fara ítarlega yfir alhliða starfsemi deildarinnar og Rakel Runólfsdóttir umsjónarmaður dreifnáms FNV á Hvammstanga mun kynna hvernig til hefur tekist með uppbygginguna þar.
Guðrún Helga Magnúsdóttir og Ragnar Bragi Ægisson, framhaldsskólanemar á Hvammstanga segja frá því hvernig er að vera nemandi í dreifnámi og Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar mun skýra frá undirbúningi heima í héraði. Auk kynninganna verður að sjálfsögðu tekið við fyrirspurnum úr sal. Allir að mæta!
Guðrún Helga Magnúsdóttir og Ragnar Bragi Ægisson, framhaldsskólanemar á Hvammstanga segja frá því hvernig er að vera nemandi í dreifnámi og Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar mun skýra frá undirbúningi heima í héraði. Auk kynninganna verður að sjálfsögðu tekið við fyrirspurnum úr sal. Allir að mæta!