Íslandsmet - Dagur íslenskrar tónlistar
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 01. desember 2023
Degi íslenskrar tónlistar verður fagnað víða um land, föstudaginn 1. desember en meðal þess sem stefnt er að er að slá Íslandsmet í samsöng kl. 10.00 um morguninn.
Nemendur og kennarar í grunnskólum hafa upp á síðkastið æft lag sem verður flutt á þessum sama tíma á fjölmörgum stöðum á landinu. Það er lagið: Það vantar spýtur eftir Ólaf Hauk Símonarson sem Olga Guðrún Árnadóttir flutti á sínum tíma.
Stutt hátíðardagskrá tileinkuð deginum verður þennan morgun í Hörpu og þar mun hljómsveitin CELEBS frá Suðureyri flytja lagið. Þá verða veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir íslenska tónlist. Loks verður boðið upp á tvö tónlistaratriði í viðbót, Elín Hall flytur eitt vinsælasta lag síðasta árs, Vinir, og Jóhann Helgason flytur eina af sínum helstu perlum.
Viðburðurinn verður í beinu streymi, m.a. hér: https://vimeo.com/event/3919659/embed/f7f78fe720
Forsvarsfólk Dags íslenskrar tónlistar hvetur öll til þess að hefja þennan góða dag með að syngja saman en hér fyrir neðan fylgir texti lagsins og meðfylgjandi er æfingaflutningur CELEBS á lagi Olgu Guðrúnar.
https://youtu.be/hx8UbIWsSUU
ÞAÐ VANTAR SPÝTUR Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson
Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa,
þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa?
Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa,
þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa?
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
og mokað sama sandinum í skóinn sinn.
Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
og mokað sama sandinum í skóinn sinn.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.<
Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða,
þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar?
Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða,
þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar?
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Kannist þið við krakka sem að kúra á skólabekkjum
og langtum flestum líður eins og kartöflum í sekkjum?
Kannist þið við krakka sem að kúra á skólabekkjum
og langtum flestum líður eins og kartöflum í sekkjum?
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög
Nemendur og kennarar í grunnskólum hafa upp á síðkastið æft lag sem verður flutt á þessum sama tíma á fjölmörgum stöðum á landinu. Það er lagið: Það vantar spýtur eftir Ólaf Hauk Símonarson sem Olga Guðrún Árnadóttir flutti á sínum tíma.
Stutt hátíðardagskrá tileinkuð deginum verður þennan morgun í Hörpu og þar mun hljómsveitin CELEBS frá Suðureyri flytja lagið. Þá verða veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir íslenska tónlist. Loks verður boðið upp á tvö tónlistaratriði í viðbót, Elín Hall flytur eitt vinsælasta lag síðasta árs, Vinir, og Jóhann Helgason flytur eina af sínum helstu perlum.
Viðburðurinn verður í beinu streymi, m.a. hér: https://vimeo.com/event/3919659/embed/f7f78fe720
Forsvarsfólk Dags íslenskrar tónlistar hvetur öll til þess að hefja þennan góða dag með að syngja saman en hér fyrir neðan fylgir texti lagsins og meðfylgjandi er æfingaflutningur CELEBS á lagi Olgu Guðrúnar.
https://youtu.be/hx8UbIWsSUU
ÞAÐ VANTAR SPÝTUR Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson
Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa,
þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa?
Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa,
þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa?
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
og mokað sama sandinum í skóinn sinn.
Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
og mokað sama sandinum í skóinn sinn.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.<
Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða,
þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar?
Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða,
þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar?
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Kannist þið við krakka sem að kúra á skólabekkjum
og langtum flestum líður eins og kartöflum í sekkjum?
Kannist þið við krakka sem að kúra á skólabekkjum
og langtum flestum líður eins og kartöflum í sekkjum?
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög