A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamaður Strandabyggðar 2017

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. janúar 2018
Á lýðheilsudegi Strandabyggðar miðvikudaginn 17. janúar sl. voru afhentar viðurkenningar fyrir afrek í íþróttum 2017 en árlega velur Tómstunda -íþrótta og menningarnefnd íþróttamann ársins að undangengnum tilnefningum frá almenningi.  Á sama hátt og nefndin velur íþróttamann ársins er heimilt að velja einstakling eldri en 12 ára sem hlýtur hvatningarverðlaun en þau eru veitt íþróttamanni sem sýnir ríkan áhuga á sinni íþróttagrein, er góður félagi og góð fyrirmynd. Hvor um sig slítur viðurkenningarskjal og blómvönd en auk þess veitir Íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík Íþróttamanni ársins farandbikar. 

Íþróttamaður ársins 2017 var valinn Jón Eðvald Halldórsson landvættur nr.165.

Jón Eðvald hefur frá unga aldri stundað íþróttir með góðum árangri. Hann hljóp m.a.hálfmaraþon í þriggja landa maraþoni á liðnu ári og  á árinu náði hann titlinum Landvættur, en þann titil hlýtursá einstaklingur sem lýkur keppni í eftirtöldum greinum á 12 mánaða tímabili:  Vesturhluti-50 km í Fossavatnsgöngu, Norðurhluti-Jökulsárhlaup 32.7 km hlaup, Austurhluti-Urriðavatnssundið 2,5 km og Suðurhluti-Blue Lagoon Challenge-60 km hjólreiðar frá Hafnarfirði, þessari keppni lauk Jón á tímanum 11:57:48.

 

Jón Eðvald er jákvæður íþróttamaður, hvetjandi, fyrirmynd  og svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu kominn.

Hilmar Tryggvi Kristjánsson fékk hvatningarverðlaun 2017.

Hilmar Tryggvi náði frábærum árangri á gönguskíðum á síðasta ári. Hann varð Unglingameistari í hefðbundinni göngu og bikarmeistari SKÍ 2017 og þar með  fyrsti einstaklingurinn frá Skíðafélagi Strandamanna til að ná þessum árangri. Hann sigraði í skiptigöngu á Andrésar andarleikum og var annar í skícross með frjálsri aðferð. Hann varð fyrstur allra í mark í 12,5 km vegalengd í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði.  Hilmar leggur einnig stund á langhlaup og æfir skíði jafn vetur sem sumar.

Hilmar Tryggi er mjög áhugasamur skíðamaður og hann setur sér markmið sem hann síðan reynir að ná. Hann er metnaðarfullur og frábær fyrirmynd.

Strandabyggð sendir verðlaunahöfum innilegar hamingjuóskir.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón