Íþróttamaður ársins 2016
Íþróttastarf hefur verið í blóma á árinu. Skíðafélagið er alltaf jafn kraftmikið og hefur að auki sett alla umframorkuna í byggingu skíðaskála í Selárdal. Fjöldi barna stundar fótboltaæfingar og körfuboltaíþróttin er í mikilli sókn með síauknu samstarfi við Vestra. Víðavangshlaup er vinsælt sem aldrei fyrr og Íþróttamiðstöðin vel nýtt til íþróttaiðkunar. Þetta er þó bara brot af því sem vel er gert í íþróttastarfinu.
Íþróttamaður ársins 2016 í Strandabyggð er Ragnar Bragason. Ragnar vann afrek á skíðum, í körfubolta og maraþonhlaupum á árinu sem leið auk þess að leggja mikla vinnu í sjálfboðastarf og þjálfun bæði í körfubolta og á gönguskíðum.
Hvatningarverðlaunin þetta árið hlaut Friðrik Heiðar Vignissin. Friðrik hefur staðið sig með eindæmum vel bæði á gönguskíðum og í körfubolta og á sannarlega framtíðina fyrir sér í íþróttum.
Strandabyggð sendir verðlaunahöfum innilegar hamingjuóskir og þakkar þeim fyrir óeigingjarnt framlag þeirra til íþróttamála.