A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamaður ársins 2018 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 30. janúar 2019
« 1 af 2 »

Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík var haldin í gær í íþróttamiðstöðinni.  Hátíðin var vel sótt og komu þar margir foreldrar með sínum börnum og reyndu sig í keppni í hinum ólíklegustu íþróttagreinum.  Stemningin var góð og þessi hátíð sýndi enn og aftur hversu mikilvægt það er að foreldrar komið með krökkunum og tekið þátt. 

 

Íþróttamaður ársins

Á íþróttahátíðinni var tilkynnt um kjör Íþróttamans ársins 2019 og er það Birkir Stefánsson, hlaupari og skíðagarpur með meiru.  Birkir hefur sýnt og sannað að hann hefur mikið úthald og viljastyrk og setur sér sífellt ný og krefjandi markmið.  Birkir hefur farið í Vasagönguna í Svíþjóð þrisvar sinnum. Árið 2018 varð hann fimmtugur og tók þá þátt í Dyrfjallahlaupinu, Vesturgötunni, Íslandsgöngunum og sjálfu Hamingjuhlaupinu.  Hann, ásamt hlaupafélögum sínum tók einnig þátt í Ultra Vasa hlaupinu í Svíþjóð en það er 90 km.  Framundan er svo fjórða Vasagangan, Laugarvegshlaup, 100 km. hlaup í Bretlandi ásamt verðandi fimmtugum hlaupafélaga og svo heilt maraþon hlaup í Eistlandi í haust.

 

Hvatningarverðlaun Strandabyggðar, hlaut Jóhanna Rannveig Jánsdóttir.  Jóhanna Rannveig hefur stundað íþróttir frá þriggja ára aldri og má þar nefna íþróttir eins og fimleika, skíði, taekwondoo, handbolta, körfubolta, fótbolta og frjálsar. Hestaíþróttir hafa líka verið prufaðar. Jóhanna Rannveig hefur tekið þátt í allskonar mótum eins og Smábæjarleikunum, Símamótum, Goðamótum, TM móti, Faxarflóa móti, Íslandsmóti og Pæjumótum í fótbolta. Í frjálsum hefur þátttaka verið á þremur Silfurleikum. Í fimleikum hefur hún keppt á félagsmótum á Selfossi og hjá Gerplu í Kópavogi ásamt ferð í æfingarbúðir í Belgíu. Ásamt íþróttunum hefur Jóhanna Rannveig stundað tónlist frá 4 ára aldri. Hefur lært hjá Tónskóla Hörpunnar, Tónskóla á Hólmavík og Tónlistarskóla Garðarbæjar. Hún er núna á miðstigi og tók grunnpróf í fyrra frá Tónlistarskólanum í Garðarbæ með hæðstu einkunn hjá kennara uppá  9,6.  Jóhanna Rannveig hefur tekið þátt í Nótunni og tók þátt í hæfileikakeppni tónlistarskólanema FÍH þegar hún var 6 ára. Hún hefur spilað með strengjasveitum af öllu landinu á 4 mótum

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar Birki og Jóhönnu Rannveigu og aðstandendum þeirra, innilega til hamingju með þessar viðurkenningar og væntir enn meira af þeim í framtíðinni“

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón