A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamaður ársins í Strandabyggð

| 17. janúar 2013
Ólafur með hvatningarverðlaunin ásamt Jóhanni L. Jónssyni, nefndarmanni í tómstundanefnd - ljósm. strandir.is
Ólafur með hvatningarverðlaunin ásamt Jóhanni L. Jónssyni, nefndarmanni í tómstundanefnd - ljósm. strandir.is
« 1 af 2 »
Í gær var tilkynnt hver var valinn Íþróttamaður ársins 2012 í Strandabyggð, en tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd sá nú um valið í fyrsta sinn samkvæmt nýjum reglum. Að þessu sinni varð Ingibjörg Emilsdóttir hlaupakona fyrir valinu og Jamison Ólafur Johnson hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Tilkynnt var um valið á íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík og íþróttafólkinu afhentar viðurkenningar. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Ingibjörgu og Ólafi innilega til hamingju með árangurinn og hvetur þau til frekari afreka á árinu 2013.


Ingibjörg Emilsdóttir er fædd árið 1975. Hún hefur unnið mikið og gott starf í þágu hlaupaíþróttarinnar í Strandabyggð. Í umsögn um hana segir að hún sé dugleg, hvetjandi og frábær fyrirmynd. Auk þess að æfa og keppa hefur Ingibjörg smitað marga af hlaupabakteríunni og m.a. haft umsjón með hlaupahópi fólks á öllum aldri sem æfir í viku hverri. Ingibjörg hljóp m.a. hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og 17 km í Hamingjuhlaupinu svo fátt eitt sé nefnt. Við val á Íþróttamanni ársins er horft til árangurs á árinu, auk þess sem litið er til reglusemi, ástundunar, prúðmennsku, framfara og þess að viðkomandi aðili sé góð fyrirmynd í hvívetna.


Jamison Ólafur Johnson er fæddur árið 1999. Ólafur hefur náð góðum árangri í frjálsum íþróttum, en hann stundar þó margar íþróttagreinar. Hann hefur sýnt frumkvæði og áhuga og hefur hlotið mörg verðlaun á árinu bæði í sundi og frjálsum íþróttum. Þar má t.d. nefna Vesturlandsmót í frjálsum þar sem hann fékk 3 gullverðlaun, 3 silfurverðlaun og 1 brons. Eins lenti hann í 3ja sæti í 600 metra hlaupi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi. Ólafur sótti sameiginlega frjálsíþróttaæfingu héraðssambanda á Vesturlandi seint á árinu og hefur sýnt mikið frumkvæði og áhuga. Hvatningarverðlaunin eru hugsuð sem hvatning til frekari afreka og árangurs í framtíðinni og eru veitt einstaklingi sem sýnir ríkan áhuga á sinni íþróttagrein, er góður félagi og góð fyrirmynd.

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón