A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamanneskja ársins 2023-UPPFÆRÐ FRÉTT

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. janúar 2024
Tómstunda-, íþrótta- og menninganefnd óskar eftir tilnefningum til Íþróttamanns Strandabyggðar 2023.

Útnefningunni er ætlað að vera viðurkenning fyrir unnin íþróttaafrek eða annað framlag til íþróttastarfs á liðnu ári og hvatning til enn frekari afreka í framtíðinni.

Íþróttamaður ársins í Strandabyggð þarf að hafa náð 16 ára aldri og vera búsettur með lögheimili í Strandabyggð á árinu.
Á sama hátt og Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd útnefnir íþróttamann ársins í Strandabyggð skal velja einn einstakling eldri en 12 ára sem hlýtur svokölluð Hvatningarverðlaun Strandabyggðar. Verðlaunin skulu veitt íþróttamanni sem sýnir ríkan áhuga á sinni íþróttagrein, er góður félagi og góð fyrirmynd. Hér er hægt að skoða reglur sveitarfélagsins um val á Íþróttamanni ársins
 
Tilnefningar sendist á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir 20. janúar 2024

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón