Kaffihúsakvöld ungs fólks
| 08. október 2013
Fimmtudaginn næsta, 10. október, klukkan 20:00 verður opinn fundur á Hnyðju fyrir ungt fólk í Strandabyggð.
Fundurinn er haldinn að frumkvæði Ungmennaráðs Strandabyggðar. Markmið fundarins er að fólk á aldrinum 15-25 ára hittist, kynnist og skiptist á skoðunum og leggi um leið drög að því hvað þau vilji gera fyrir sinn aldurshóp hvað varðar tómstunda-, Íþrótta- og menningarstarf.
Farið verður í leiki og framtíð ungs fólks í Strandabyggð verður rædd í kaffihúsastemmningu í Hnyðju. Allir sem geta eru hvattir til að taka með veitingar á sameiginlegt borð.
Fundurinn er haldinn að frumkvæði Ungmennaráðs Strandabyggðar. Markmið fundarins er að fólk á aldrinum 15-25 ára hittist, kynnist og skiptist á skoðunum og leggi um leið drög að því hvað þau vilji gera fyrir sinn aldurshóp hvað varðar tómstunda-, Íþrótta- og menningarstarf.
Farið verður í leiki og framtíð ungs fólks í Strandabyggð verður rædd í kaffihúsastemmningu í Hnyðju. Allir sem geta eru hvattir til að taka með veitingar á sameiginlegt borð.