Karlahlaupið frestast um viku vegna veðurs
| 28. febrúar 2020
Karlahlaup verður haldið á Hólmavík 8.mars kl.11 og er hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni, hlaupnir verða 5 km. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til karlahlaups á vegum Krabbameinsfélagsins. ATHUGIÐ að klíkur af öllum stærðum og gerðum, gengi, vinahópar, félagsmenn og aðrir hópar eru hvattir til að mæta í hlaupið undir eigin „flaggi og fána“ til að setja svip sinn á hlaupið. Allur ágóði í þátttökugjaldi og kaupum á sokkapörum rennur óskiptur til félagsins, undir átakinu Mottumars.
Sjá nánar á www.krabb.is Upp með sokkana.