Kjörbúðin hefur opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki
Kjörbúðin hefur nú opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki fyrir árið 2021. Opið verður fyrir umsóknir til 10. apríl næstkomandi og hægt er að nálgast umsóknarformið á vefsíðu verslunarinnar.
„Samfélags ábyrgð er mikilvægur þáttur í allri starfsemi Samkaupa og er samþætt með öllum verslunum fyrirtækisins. Einn af þeim þáttum sem okkur þykir hvað mikilvægastir í þeim efnum er að gefa til baka til samfélagsins og vænlegast þykir okkur að styrkja hin ýmsu samfélagsverkefni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa.
Megin áhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við verkefni í nærsamfélögum verslunarinnar, en Kjörbúðin rekur 15 verslanir víðsvegar um landið.
Þau verkefni sem samfélagstyrkir Kjörbúðarinnar ná yfir eru:
- Heilbrigðan lífsstíl: Meðal annars er átt við hollan mat og næringu, heilsueflandi forvarnir, hreyfingu og íþróttir.
- Æskulýðs- og forvarnarstarf: Hvers kyns æskulýðs- og félagsstarf barna og ungmenna, ásamt forvörnum og íþróttum sem snúa að börnum og ungmennum.
- Umhverfismál: Verkefni sem snúa að minni sóun, endurvinnslu, nýtingu auðlinda, sjálfbærni, vistvæna þróun og loftslagsmál.
- Mennta-, menningar- og góðgerðarmál: Menntamál sem snúa að verslun, mannúðarmál, góðgerðar- og hjálparstarf, listir og menningarmál.
Opið er fyrir umsóknir á vef Kjörbúðarinnar til 10. apríl. Styrkirnir verða afhentir í Kjörbúðum um miðjan maí.
Hægt er að sækja um hér https://kjorbudin.is/um-kjorbudina/saekja-um-styrk/
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Egill Sigurðsson,
framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, í síma 893-6239.