Kjörskrá og kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 26.maí 2018
Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar í Hnyðju fram að kjördegi á opnunartíma milli kl. 10 og 14. Einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is til að kynna sér hvar það er skráð.
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga
Ein kjördeild verður í Strandabyggð og verður kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík.
Kjörfundur hefst kl. 09:00 laugardaginn 26.maí 2018 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 . sbr. 66. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.
Þar sem ekkert framboð barst til kjörnefndar munu fara fram óbundnar kosningar í Strandabyggð. Í 19.grein laga nr. 5/1998 segir: „Óbundnar kosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð en allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því“.
Í 59.grein laga nr. 5/1998 segir: „Atkvæðagreiðsla við óbundnar kosningar fer fram með þeim hætti að kjósandi skrifar í kjörklefa á kjörseðilinn fullt nafn og heimilisfang aðalmanna á þann hluta kjörseðilsins sem ætlaður er fyrir kjör aðalmanna.
Á þann hluta seðilsins sem ætlaður er fyrir kjör varamanna skal hann rita nöfn varamanna og heimilisföng þeirra í þeirri röð sem hann kýs að þeir taki sæti allt að þeirri tölu sem kjósa á.“
Í Strandabyggð eru kosnir 5 aðalmenn í sveitarstjórn. Jafnframt eru kosnir 5 varamenn og er þeim gefin númeratala þar sem sá fyrsti (1.) í númeraröðinni er fyrsti varamaður.
Í 79.grein kemur fram: „Við óbundnar kosningar skal ekki meta atkvæði ógilt þótt sleppt sé fornafni eða eftirnafni ef greinilegt er eftir sem áður við hvern er átt“.
Í 18.grein laga nr. 5/1998 segir: „Þeim sem er kjörgengur, heill og hraustur og yngri en 65 ára er skylt að taka kjöri í sveitarstjórn. Ekki verður nafn manns þó sett á framboðslista án skriflegs samþykkis hans.
Þeim sem setið hefur í sveitarstjórn eitt kjörtímabil eða lengur er ekki skylt að taka kjöri fyrr en liðinn er jafnlangur tími og hann átti þar samfellt sæti síðast, enda tilkynni hann yfirkjörstjórn fyrir lok framboðsfrests að hann skorist undan endurkjöri.“
Eftirtaldir aðilar hafa beðist undan kjöri skv. grein þessari: Birna S. Richardsdóttir
Talning atkvæða fer fram í lok kjörfundar.
Sérstök athygli kjósenda er vakin á 55. gr. laga nr. 5 /1998:
,,Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörstjórninni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil".
Oddviti kjörstjórnar Strandabyggðar,
Viktoría Rán Ólafsdóttir