A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kveðja til íbúa

Þorgeir Pálsson | 01. júlí 2022

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú er um mánuður síðan ný sveitarstjórn tók við og hefur þessi mánuður verið hlaðinn verkefnum, fundum og samskiptum af ýmsu tagi. Þrír sveitarstjórnarfundir hafa verið haldnir frá 31. maí og er það vissulega mikið og ekki algengt, en svona þróast málin stundum.

Af þeim verkefnum sem ný sveitarstjórn hefur ýtt af stað og unnið í, má nefna m.a.:

  • Réttarsmíði í Staðardal, en niðurstaðan er að smíða nýja rétt í landi Hrófbergs.  Mikil og góð samvinna er við landeigendur varðandi þetta verkefni
  • Hitaveitumál og nýting jarðhita í atvinnuskyni.  Það liggur fyrir að þessi sveitarstjórn er jákvæð gagnart nýtingu jarðhita, bæði til húshitunar og atvinnuuppbyggingar.  Er skoðun á þessum möguleikum hafin
  • Markaðssetning á Strandabyggð sem áfangastaðar fyrir lítil og meðalstjór skemmtiferðaskip.  Vinna við þetta verkefni er hafin og verður í fyrstu farið í að afla upplýsinga um innviði og styrk samfélagsins til að taka við gestum af slíkum skipum. Svona verkefni er langtíma verkefni, en einhvers staðar þarf að byrja
  • Samfélagssáttmáli um styrkveitingar.  Umræða er hafin innan sveitarstjórnar um mikilvægi þess að skýra forsendur og reglur varðandi styrkveitingar.

Mjög margt annað mætti telja upp hér, eins og t.d. að talsverð vinna hefur farið í nefndarfundi, fundi með samstarfsaðilum, tilkynningar um breytingar í stjórnum og nefndum, Fjórðungsþing ofl. ofl.

Upptökur af sveitarstjórnfundum

Í þeirri viðleitni að efla gagnsæi í stjórnsýslu Strandabyggðar, hafa síðustu tveir sveitarstjórnarfundir verið teknir upp og verður það gert framvegis.  Hugsunin er að hver sem er geti tengst fundunum og fylgst með umræðunni.  Því miður urðu tæknilegir hnökrar á upptöku síðasta fundar, þannig að fólk komst ekki inn á fundinn fyrr en því var „hleypt inn handvirkt“.  Þetta átti ekki að vera svona og ljóst að stillingar brugðust.  Við biðjumst afsökunar á þessu og munum kappkosta að þetta endurtaki sig ekki.  Sú leið var svo farin, til að gera upptökurnar aðgengilegar, að vista þær á Youtube svæði sveitarfélagsins, sem hægt verður að nálgast af heimasíðu Strandabyggðar. Hér er tenging á þessa Youtube síðu og fundina tvo sem þar eru, en í framtíðinni verður sem sagt hnappur á heimasíðunni sem vísar á upptökurnar.

Kæru íbúar,

Eins og hér hefur komið fram, eru mörg verkefni þegar komin af stað og önnur í undirbúningi.  Það er ekki eftir neinu að bíða, tækifæri Strandabyggðar eru til staðar.  Við þurfum bara að sækja þau!

Kveðja

Þorgeir Pálsson

Oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón