Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
| 26. mars 2011
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið í Reykjavík föstudaginn 25. mars 2011. Á þinginu var unnið að stefnumörkun Sambandsins fyrir árin 2011 - 2014. Unnið var í hópum á þinginu undir stjórn Guðríðar Arnardóttur, Elínar R. Líndal, Dags B. Eggertssonar, Gunnars Einarssonar og Eiríks B. Björgvinssonar en vinnan var framhald af ítarlegri greinargerð og hópvinnu sem fór fram á Landsþingi Sambands íslenska sveitarfélaga sem haldið var á Akureyri haustið 2010. Stjórnin mun vinna úr þeim hugmyndum og ábendingum sem komu fram á þinginu og birta niðurstöður á heimasíðu sambandsins. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ fjölluðu að lokum um horfur í atvinnumálum á Íslandi.
U1000, fundur sveitarfélaga með færri en 1000 íbúa, var haldinn fimmtudaginn 24. mars en alls eru 43 sveitarfélög á Íslandi í þeim hóp eða 56% sveitarfélaga á Íslandi. Á fundinum var farið yfir drög að nýjum sveitarstjórnarlögum og áhrif þeirra á fámenn sveitarfélög, úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs og byggðarþróun á Austurlandi. Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri var fulltrúi Strandabyggðar á fundunum.
U1000, fundur sveitarfélaga með færri en 1000 íbúa, var haldinn fimmtudaginn 24. mars en alls eru 43 sveitarfélög á Íslandi í þeim hóp eða 56% sveitarfélaga á Íslandi. Á fundinum var farið yfir drög að nýjum sveitarstjórnarlögum og áhrif þeirra á fámenn sveitarfélög, úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs og byggðarþróun á Austurlandi. Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri var fulltrúi Strandabyggðar á fundunum.