A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laus staða deildarstjóra í leikskólanum Lækjarbrekku - Lengdur umsóknarfrestur

| 02. apríl 2024

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir deildarstjóra í leikskólann Lækjarbrekku. Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík er samrekinn leik-grunn- og tónskóli með um 40 nemendur í grunnskóla og 20 nemendur í leikskóla. Í leikskóladeildinni eru tveir hópar, eldri og yngri.

 

Áhersla er á samstarf milli leik- og grunnskóla og flæði starfsfólks og sameiginlega þátttöku í ýmsum verkefnum. Fylgt er uppeldisstefnu jákvæðs aga. Skólinn er grænfánaskóli og stefnir að því að vera heilsueflandi skóli. Um er að ræða 100% starf.

Framlengdur umsóknarfrestur er til 16. apríl 2024. Sótt er um hér.

 

Helstu verkefni deildarstjóra:

  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn skólastjóra.
  • Stýrir faglegu starfi deildarinnar
  • Ber ábyrgð á daglegri stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar

Helstu kröfur um menntun og hæfni:

  • Starfsleyfi sem leikskólakennari eða önnur uppeldis- eða kennaramenntun
  • Reynsla af starfi á leikskóla
  • Stjórnunarreynsla og reynsla af mannaforráðum
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
  • Hreint sakavottorð

Dreymir þig um hæglátari lífstíl? Fallega náttúru í bakgarðinum og að tilheyra í litlu samfélagi? Strandabyggð skiptist í Hólmavík og dreifbýlið og er ríflega 420 manna samfélag og þjónustukjarni miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Á Hólmavík er öll grunnþjónusta til staðar, en sömuleiðis er margt spennandi fram undan. Þá má helst nefna fyrirhugaða hótelbyggingu, atvinnuuppbyggingu, nýtt íbúðarhverfi, unnið er að endurbótum á grunn- og leikskóla og svona mætti lengi telja.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. 

 

Nánari upplýsingar veita Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, netfang skolastjori@strandabyggd.is og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi, stefania@hagvangur.is

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón